Rúnar og félagar í toppsætið

Rúnar Kárason og félagar eru í toppsætinu.
Rúnar Kárason og félagar eru í toppsætinu. Ljósmynd/Uros Hocevar,Uros Hocevar

Rúnar Kárason og félagar í þýska handboltaliðinu Hannover Burgdorf eru komnir í toppsæti efstu deildar þar í landi eftir góðan 28:27-heimasigur á lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Kiel. Rúnar skoraði eitt mark í leiknum og er Hannover nú með 35 stig, einu meira en Rhein-Neckar Löwen sem á tvo leiki til góða.

Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir Füchse Berlín sem hafði betur gegn Leipzig á heimavelli, 24:20. Refirnir úr Berlín eru í 3. sæti með 34 stig og eiga þeir einn leik til góða á Hannover.

Ragnar Jóhannsson skoraði fjögur mörk fyrir Hüttenberg sem tapaði fyrir Flensburg á heimavelli, 30:23. Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen gerðu svo jafntefli við Minden á heimavelli, 26:26. Erlandgen er í 13. sæti með 14 stig en Hüttenberg á botninum með sjö stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert