Mariam sterk í óvæntum sigri

Mariam Eradze, eins og hún er kynnt á vef Toulon.
Mariam Eradze, eins og hún er kynnt á vef Toulon.

Mariam Eradze, unglingalandsliðskona í handknattleik, gerði það gott með liði sínu Toulon í gærkvöld í efstu deild í Frakklandi.

Mariam, sem er 19 ára gömul og hefur verið að koma smám saman inn í aðallið Toulon, skoraði 3 mörk úr jafnmörgum skotum þegar liðið vann Brest Bretagne, 22:21, í hörkuspennandi leik á útivelli. Mariam lék í 23 mínútur í leiknum.

Sigur Toulon var óvæntur en liðið er í 8. sæti af 12 liðum með 28 stig (3 fyrir sigur, 2 fyrir jafntefli og 1 fyrir tap), en Brest Bretagne er í öðru sæti með 45 stig og tapaði aðeins í annað sinn í 17 leikjum á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert