Tekur við ÍBV í þriðja sinn

Erlingur Richardsson.
Erlingur Richardsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Erlingur Richardsson mun taka við karlaliði ÍBV í handknattleik af Arnari Péturssyni í sumar. Erlingur var lengi leikmaður ÍBV og tekur nú við þjálfun liðsins í þriðja sinn.

Hann var síðast með liðið tímabilið 2012-13 þegar það vann 1. deildina en þá stýrðu hann og Arnar liðinu. Áður varð HK Íslandsmeistari undir stjórn hans og Kristins Guðmundssonar árið 2012.

Erlingur þjálfaði síðan West Wien í Austurríki og Füchse Berlín í Þýskalandi en síðarnefnda liðið varð heimsmeistari félagsliða undir hans stjórn. Þá hefur hann í tæpt ár verið landsliðsþjálfari Hollendinga í karlaflokki og er á leið með þá í umspil um sæti á HM í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert