Ætlum að vera leiðinlegar við Slóvena

Arna Sif Pálsdóttir.
Arna Sif Pálsdóttir. mbl.is/Golli

„Vonandi næ ég að nýta reynslu mína til þess aðstoða við að draga liðið áfram,“ sagði Arna Sif Pálsdóttir, landsliðskona í handknattleik, létt í bragði en hún verður í eldlínunni með stöllum sínum í íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það mætir landsliði Slóvena í Laugardalshöll í kvöld.

Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins. Flautað verður til leiks klukkan 19.30 og aðgangur ókeypis.

„Allir leikmenn vilja gera sitt besta í hverjum leik og búa sig sem best undir svona stórleiki sem þennan. Við erum ágætlega samstillar að ég tel þótt undirbúningurinn hafi verið skammur,“ sagði Arna Sif sem hlakkar til að takast á við leikmenn Slóvena í Laugardalshöll í kvöld.

„Vonandi vanmeta Slóvenar okkur í leiknum eftir að hafa sjálfar staðið sig ótrúlega vel á HM í desember þar sem þær unnu meðal annars Frakka sem urðu síðan heimsmeistarar. Við stöndum okkur oft best gegn liðum sem telja sig geta unnið okkur með annarri hendi, ef svo má segja. Við erum tilbúnar að taka vel á þeim,“ sagði Arna Sif sem bætir við að lið frá austurhluta Evrópu henti oft íslenska liðinu vel, betur en til dæmis frá Norðurlöndunum.

Sjá allt viðtalið við Örnu Sif í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert