Noregur áfram á þráðbeinni braut hjá Þóri

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins.
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins. AFP

Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, er áfram með fullt hús í undankeppni Evrópumótsins eftir útisigur gegn Króatíu í dag, 32:25.

Norska liðið var með frumkvæðið allan tímann og var með átta marka forskot í hálfleik, 18:10. Króatar ógnuðu því lítið eftir hlé og fagnaði norska liðið því öruggum sigri. Noregur er með fullt hús stiga í riðlinum eftir þrjá leiki en Króatía er með tvö stig eins og Úkraína, sem mætir stigalausu liði Sviss síðar í kvöld.

Í riðli Íslands vann Danmörk útisigur gegn Tékkum, 26:21, og er með fullt hús stiga eða sex stig eftir þrjá leiki. Tékkar hafa þrjú stig. Þar á eftir er Slóvenía með eitt stig og Ísland ekkert eftir tvo leiki, en þjóðirnar mætast einmitt í Laugardalshöll klukkan 19.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert