Ragnheiður markadrottning

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram.
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stórskyttan úr Fram, Ragnheiður Júlíusdóttir, er markadrottning Olísdeildarinnar í handknattleik 2017-2018.

Hún skoraði 147 mörk í 21 leik með liði sínu, 24 mörkum fleiri en Ester Óskarsdóttir, ÍBV, sem skoraði næst flest mörk. Sandra Erlingsdóttir, ÍBV, skoraði einu marki færra en Ester. Sandra lék þremur leikjum færra en Ragnheiður og Ester.

Ragnheiður skoraði að jafnaði sjö mörk í leik með Fram í deildinni í vetur. Þetta er í fyrsta sinn sem hin tvítuga Ragnheiður verður markahæsti leikmaður deildarinnar.

Þessar urðu markahæstar:

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 147

Ester Óskarsdóttir, ÍBV 123

Sandra Erlingsdóttir, ÍBV 122

Ramune Pekarskyte, Stjörnunni 109

Andrea Jacobsen, Fjölni 106

Karólína B. Lárudóttir, ÍBV 106

Maria Pereira, Haukum 101

Lovísa Thompson, Gróttu 100

Perla Ruth Albertsd., Selfossi 100

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert