Sölvi og Guðjón framlengdu við Selfoss

Sölvi Ólafsson í leik með Selfyssingum í undanúrslitaleiknum á móti …
Sölvi Ólafsson í leik með Selfyssingum í undanúrslitaleiknum á móti Fram í bikarnum. mbl.is/Hari

Markvörðurinn Sölvi Ólafsson og Guðjón Baldur Ómarsson hafa framlengt samninga sína við handknattleik Selfoss.

Sölvi framlengdi samning sinn til tveggja ára en Guðjón Baldur til þriggja ára. Þeir verða báðir í eldlínunni með Selfyssingum í kvöld en þá fer fram lokaumferð Olís-deildarinnar. Selfoss tekur á móti Víkingi en Selfyssingar eiga möguleika á að verða deildarmeistarar.

ÍBV, Selfoss og FH eru öll með 32 stig. Ef öll liðin vinna sína leiki standa Eyjamenn uppi sem sigurvegarar. Fari svo að ÍBV og Selfoss vinni sína leiki en FH tapar stigi á móti Stjörnunni verður Selfoss deildarmeistari.

Lokaumferðin sem hefst klukkan 20.30:

Ásgarður: Stjarn­an - FH

Fram­hús: Fram - ÍBV

Varmá: Aft­ur­eld­ing - ÍR

Sel­foss: Sel­foss - Vík­ing­ur

Hertz-höll­in: Grótta - Fjöln­ir

Schen­ker­höll­in: Hauk­ar - Val­ur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert