Agnar Smári hetja ÍBV í annað sinn

Eyjamenn fagna deildarmeistaratitlinum.
Eyjamenn fagna deildarmeistaratitlinum. mbl.is/Árni Sæberg

Leikmenn ÍBV fögnuðu ákaft sigri í Olísdeild karla í handknattleik í fyrrakvöld eftir að Agnar Smári Jónsson tryggði liðinu sigur á Fram, 34:33, með sigurmarki á síðustu andartökum leiks liðanna í íþróttahúsi Fram í Safamýri. Þetta er í fyrsta sinn sem ÍBV verður deildarmeistari í handknattleik karla.

Hinsvegar er þetta ekki í fyrsta sinn sem Agnar Smári ríður baggamuninn hjá ÍBV á ögurstundu. Hann skoraði einnig sigurmark liðsins í oddaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn, sem fram fram fór í Hafnarfirði í maí 2014, 29:28.

Óhætt er að segja að spenna hafi ríkt fram á síðustu sekúndu í leikjum lokaumferðarinnar. Þrjú lið, ÍBV, Selfoss og FH, voru jöfn að stigum á toppnum fyrir síðustu leikina og svo fór að þau voru einnig með jafnmörg stig þegar upp var staðið. Vegna þess að viðureign Fram og FH dróst á langinn af ýmsum ástæðum fylgdust leikmenn Selfoss með lokamínútum leiks Fram og FH af sjónvarpsskjá. Selfoss hafði þá unnið fallna Víkinga örugglega og stóð þar með betur að vígi en FH í keppninni um efsta sætið en FH hafði unnið Stjörnuna á sama tíma. Ljóst var að ef Fram tæki stig af ÍBV, eins og um tíma leit út fyrir að gæti orðið raunin, þá yrði Selfoss deildarmeistari í fyrsta skipti. En Eyjamenn kláruðu sitt dæmi, þótt tæpt væri.

Eyjamenn urðu þar með deildarmeistarar á markatölu í innbyrðisleikjum við Selfoss og FH. Munaði þar mest um átta marka sigur ÍBV á FH í Vestmannaeyjum mánudaginn 26. febrúar, 37:29. Nýliðar Selfoss höfnuðu í öðru sæti eftir að hafa unnið jafnt og þétt á allt keppnistímabilið. FH-ingar, sem voru í forystusæti deildarinnar nánast frá upphafi, máttu bíta í það súra epli að hafna í þriðja sæti eftir að hafa misst dampinn í síðari helmingi deildarkeppninnar og m.a. gert jafntefli við ÍR og Fjölni en síðarnefnda liðið féll úr deildinni ásamt Víkingi.

Sjá alla greinina um Olís-deildina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert