Íslenskur stórsigur í fyrsta leik

Sandra Erlingsdóttir og Ragnhildur Edda Þórðardóttir voru kátar í leikslok.
Sandra Erlingsdóttir og Ragnhildur Edda Þórðardóttir voru kátar í leikslok. Ljósmynd/HSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri fór vel af stað í undankeppni heimsmeistaramótsins, en riðill Íslands er leikinn í Vestmannaeyjum. Ísland vann  stórsigur á Makedóníu í dag, 35:20.

Staðan í hálfleik var 18:12, íslenska liðinu í vil. Ísland var svo mikið sterkari aðilinn og tryggði sér öruggan sigur í seinni hálfleik. Sandra Erlingsdóttir, leikmaður ÍBV var markahæst íslenska liðsins með sjö mörk. 

Í hinum leik riðilsins hafði Þýskaland betur gegn Litháen, 34:16. Ísland og Þýskalands mætast kl. 16:00 á morgun, en efsta lið riðilsins tryggir sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert