Íslendingaliðið í erfiðri stöðu

Ólafur Andrés Guðmundsson.
Ólafur Andrés Guðmundsson. Ljósmynd/Kristianstad

Íslendingaliðið í Kristianstad er í erfiðri stöðu eftir fyrri leikinn við Flensburg á heimavelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag. Flensburg vann 26:22-sigur og fer því með fjögurra marka forystu í síðari leikinn í Þýskalandi.

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði tvö mörk, Gunnar Steinn Jónsson eitt en Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað hjá Kristianstad. Seinni leikurinn fer fram næstkomandi miðvikudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert