Kæru Selfyssinga vísað frá

Eyjamenn eru deildarmeistarar og því verður ekki breytt.
Eyjamenn eru deildarmeistarar og því verður ekki breytt. mbl.is/Árni Sæberg

Eins og mbl.is greindi frá á dögunum lagði Selfoss fram kæru yfir framkvæmd leiks Fram og ÍBV í lokaumferð Olísdeildar karla. Eyjamenn voru of margir inni á vellinum á lokaaugnablikum leiksins og hefði Fram því átt að fá víti. 

Hefði Fram skorað úr vítinu hefði leikurinn endaði með jafntefli og Selfoss orðið deildarmeistari. Þess í stað vann ÍBV leikinn með einu marki. Dómstóll HSÍ segir Selfoss ekki vera aðila að atvikinu og geti því ekki kært það. 

„Þar sem kærandi í þessu máli var ekki aðili að umræddum leik verður ekki fallist á að kærandi uppfylli það skilyrði 33. gr. laga HSÍ að misgert hafi verið við hann þótt dómarar hafi látið tiltekið atvik óátalið. Með vísan til þessa er málinu vísað frá dómstólnum þar sem kæranda skortir málskotsheimild skv. ákvæði 33. gr. laganna. Ekki er tekin afstaða í þessum úrskurði til síðara skilyrðis sama ákvæðis, þ.e. hvort kærandi haf,r hagsmuni af niðurstöðu málsins,“ segir á heimasíðu HSÍ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert