Komst ekki til Krasnodar vegna vertíðarinnar

Magnús Stefánsson lyfti bikarnum í Safamýri á miðvikudagskvöldið eftir að …
Magnús Stefánsson lyfti bikarnum í Safamýri á miðvikudagskvöldið eftir að Eyjamenn unnu dramatískan sigur á Fram í lokaumferð Olísdeildarinnar, og hann fór síðan einn með bikarinn til Eyja morguninn eftir. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er vertíð í gangi og þá er hægara sagt en gert að fara frá vinnu í fimm eða sex daga,“ sagði Magnús Stefánsson, varnarjaxlinn í liði deildar- og bikarmeistara ÍBV í handknattleik, en hann fór ekki með liðinu til Krasnodar í Rússlandi vegna anna við vinnu.

Magnús er framleiðslustjóri hjá Iðunni Seafood í Vestmannaeyjum en fyrirtækið sérhæfir sig í niðursuðu á þorsklifur til útflutnings.

Magnús er önnum kafinn við að bjarga verðmætum fyrir þjóðarbúið eins og Eyjamanna hefur löngum verið siður. Reyndar er Magnús ættaður norðan úr Eyjafirði en er orðinn mikill Eyjamaður eftir að hafa ruglað saman reytum með konu frá Vestmannaeyjum og nokkurra ára búsetu.

Sjá samtal við Magnús í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert