Eyjamenn lögðu Hauka

Agnar Smári Jónsson sækir að vörn Hauka í leiknum í …
Agnar Smári Jónsson sækir að vörn Hauka í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV sigraði Hauka, 24:22, í æsispennandi fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld.

Eyjamenn voru yfir nær allan leikinn og staðan var 12:8 í hálfleik. ÍBV komst í 15:10 en þá komust Haukar inn í leikinn með fimm mörkum í röð, 15:15, og þeir náðu síðan tvívegis tveggja marka forystu í kjölfarið.

ÍBV skoraði þá þrjú mörk í röð, 21:20. Haukar jöfnuðu tvisvar en Kári Kristján Kristjánsson og Andri Heimir Friðriksson skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu Eyjamönnum sigurinn.

Sigurbergur Sveinsson skoraði 7 mörk fyrir ÍBV, Agnar Smári Jónsson 5 og Róbert Aron Hostert 5, og Aron Rafn Eðvarðsson varði 19 skot í markinu.

Daníel Þór Ingason skoraði 9 mörk fyrir Hauka, Adam Haukur Baumruk 7 og Björgvin Páll  Gústavsson varði 16 skot.

Liðin mætast ekki aftur fyrr en fimmtudaginn 3. maí vegna Evrópuleiks Eyjamanna í Rúmeníu á sunnudaginn kemur.

ÍBV 24:22 Haukar opna loka
60. mín. Aron Rafn Eðvarðsson (ÍBV) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert