„Þetta er spennandi mannskapur“

Rúnar Sigtryggsson.
Rúnar Sigtryggsson. Ljósmynd/Balingen-Weilstetten

Rúnar Sigtryggsson hefur skrifað undir samning við Stjörnuna um að stýra karlaliði félagsins í handbolta næstu þrjú árin.

Rúnar flyst því bráðlega heim frá Þýskalandi þar sem hann hefur þjálfað frá árinu 2012, fyrst í fjögur ár hjá Aue og svo í 16 mánuði hjá Balingen.

Rúnari var óvænt sagt upp starfi hjá Balingen í október og hefur hann verið án starfs síðan. Hann átti í viðræðum við þýska fyrstudeildarfélagið Stuttgart fyrir páska en þegar ekkert kom út úr þeim viðræðum var stefnan sett til Íslands.

„Ég er búinn að vera án starfs í hálft ár núna og það var ekki eftir neinu að bíða. Þetta er búið að vera fínasta frí. Við ákváðum að koma heim fyrst og fremst vegna fjölskyldunnar, í stað þess að bíða hérna lengur eftir starfi,“ segir Rúnar.

Rúnar þjálfaði síðast á Íslandi á árunum 2005-2010 þegar hann stýrði liði Akureyrar. Hann tekur nú við Stjörnunni sem endaði í 7. sæti Olís-deildar í vor og féll úr leik í 8-liða úrslitum eftir tvö töp gegn Selfossi.

„Eftir að Stjarnan hafði samband náði ég að kíkja á nokkra leiki með liðinu. Ég þekki líka nokkra þeirra leikmanna sem liðið hefur innanborðs og finnst þetta vera frekar spennandi mannskapur,“ segir Rúnar, en hann þjálfaði Bjarka Má Gunnarsson og Sveinbjörn Pétursson hjá Aue, og þekkir einnig vel til Egils Magnússonar og Arons Dags Pálssonar sem léku með Sigtryggi Daða syni hans í yngri landsliðum.

Sjá allt viðtalið við Rúnar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert