Fram getur bætt metið sitt

Karen Knútsdóttir sækir að vörn Vals.
Karen Knútsdóttir sækir að vörn Vals. mbl.is/Árni Sæberg

Framkonur geta í kvöld orðið Íslandsmeistarar í handbolta annað árið í röð með sigri á Val þegar liðin mætast í Safamýri kl. 20. Fram er 2:1 yfir í einvíginu en eftir 25:22-tap í fyrsta leik hefur Fram unnið 28:22 og 29:25.

Fram er sigursælasta lið Íslandsmótsins frá upphafi og aðeins Valur er í námunda við Fram þegar kemur að fjölda Íslandsmeistaratitla. Fram getur landað titlinum í 22. sinn í kvöld en Valur hefur unnið hann 16 sinnum. Ef Val tekst að knýja fram oddaleik verður hann í Valshöllinni á sunnudagskvöld.

Landsliðskonurnar Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir komu inn í lið Fram að nýju síðasta sumar úr atvinnumennsku, en þær voru báðar farnar utan þegar liðið varð Íslandsmeistari eftir 23 ára bið árið 2013. Langflestir aðrir leikmenn liðsins komu við sögu þegar Fram varð Íslandsmeistari í fyrra og hafa því handleikið Íslandsmeistarabikarinn að minnsta kosti einu sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert