Magnús í bann en málinu ekki lokið

Frá viðureign ÍBV og Hauka í fyrrakvöld.
Frá viðureign ÍBV og Hauka í fyrrakvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Magnús Stefánsson, varnarmaðurinn sterki í liði Eyjamanna, var í gær úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ.

Magnús hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum úrvalsdeildarinnar í Eyjum í fyrrakvöld þar sem ÍBV fagnaði sigri í fyrsta leiknum. Magnús sló hendinni í andlitið á Daníel Þór Ingasyni.

Fram kemur á vef HSÍ að Magnús hafi verið úrskurðaður í eins leiks bann en málinu hafi að öðru leyti verið frestað um einn sólarhring. Óskað hefur verið eftir greinargerð frá ÍBV vegna málsins og verður það tekið fyrir á fundi aganefndar í dag.

ÍBV vann fyrsta leikinn, 24:22, en annar leikur liðanna fer fram í Schenker-höllinni á miðvikudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert