Vont að tapa tvö ár í röð

Ísak Rafnsson, FH. Magnús Stefánsson, ÍBV.
Ísak Rafnsson, FH. Magnús Stefánsson, ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„ÍBV  lék mjög góðan leik á sama tíma og nokkuð vantaði upp á hjá okkur,“ sagði Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir að hann tók við silfurverðlaunum annað árið í röð á Íslandsmótinu í handknattleik karla í dag eftir að FH tapaði fyrir ÍBV í úrslitum Íslandsmótsins.

„Þess vegna fór sem fór. Eyjamenn voru betri en við í dag,“ sagði Ísak sem vildi ekki afsaka neitt með að FH-liðið hafi verið vængbrotið vegna meiðsla Ásbjörns Friðrikssonar og Gísla Þorgeir Kristjánssonar. „Við vorum með fullmannað lið á leikskýrslu að þessu sinni. Við töpuðum bara fyrir betra liði.“

Ísak sagði það vera súrt í broti að tapa annað árið í röð í úrslitum Íslandsmótsins. „Þetta er vond tilfinning. Að tapa tvö ár í röð er nokkuð sem ég óska engum að upplifa. Það er ömurleg tilfinning,“ sagði Ísak Rafnsson sem sennilega lék í dag sennilega sinn síðasta leik í bili fyrir FH en eins og mbl.is greindi frá á dögunum er austurrískt félagslið á höttunum á eftir Ísaki. Hann sagðist ekkert getað tjáð sig um það hvort sú væri raunin eða ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert