Bjarki Már og félagar EHF-meistarar

Leikmenn Füch­se Berlin fagna.
Leikmenn Füch­se Berlin fagna. Ljósmynd/Füch­se Berlin

Bjarki Már Elísson og liðsfélagar hans í þýska handknattleiksliðinu Füch­se Berlin eru EHF-meistarar eftir 28:25-sigur á Saint-Raphaël í úrslitaleik EHF-bikarsins sem fram fór í Magdeburg í Þýskalandi í dag.

Bjarki skoraði eit mark í leiknum og fjögur í gær er Füch­se Berlin vann Göppingen í undanúrslitunum.

Füch­se Berlin vann síðast keppnina árið 2015, þá undir stjórn Dags Sigurðssonar. Magdeburg tók bronsið með því að leggja Göppingen að velli, 35:25, fyrr í dag.

Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. Ljósmynd/Uros Hocevar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert