Hildigunnur austurrískur meistari

Hildigunnur Einarsdóttir
Hildigunnur Einarsdóttir mbl.is/Árni Sæberg

Hildigunnur Einarsdóttir varð í dag austurrískur meistari í handbolta með liði sínu Hypo eftir 31:24-heimasigur á Stockerau í síðari leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Hypo vann fyrri leikinn 33:22 og vann því sannfærandi sigur.

Hypo er með mikla yfirburði í austurrískum handbolta og vann liðið 21 af 22 leikjum sínum í deildinni í vetur og var með fimm stiga forskot á Stockerau eftir deildarkeppnina. 

Hildigunnur kom til liðs við Hypo fyrir þetta tímabil. Hún skoraði 2 mörk í leiknum í dag.

Hypo hefur orðið austurrískur meistari á hverju einasta tímabili síðan 1977 eða 42 ár í röð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert