Úrvalslið Meistaradeildarinnar (myndskeið)

Frönsku bræðurnir Nikola Karabatic og Luka Karabatic eru báðir í …
Frönsku bræðurnir Nikola Karabatic og Luka Karabatic eru báðir í úrvalsliðinu. AFP


Fjórir leikmenn úr franska meistaraliðinu Paris SG eru í úrvalsliði Meistaradeildar karla í handknattleik en evrópska handknattleikssambandið opinberaði úrvalsliðið í dag.

Um þessa helgi verður leikið til úrslita í Meistaradeild Evrópu í Lanxess-höllinni glæsilegu í Köln. Undanúrslitin fara fram á morgun en þá mætast annars vegar Nantes og Paris SG og hins vegar Vardar og Montpellier. Sigurliðin mætast svo í úrslitaleiknum á sunnudaginn en tapliðin leika um þriðja sætið.

Úrvalsliðið lítur þannig út:

Markvörður: Arpad Sterbik  – HC Vardar

Vinstra horn:  Uwe Gensheimer (GER) – Paris SG

Skytta vinstra megin: Sander Sagosen – Paris SG

Leikstjórnandi: Nikola Karabatic – Paris SG

Línumaður: Bjarte Myrhol – Skjern Håndbold

Skytta hægra megin: Dika Mem – FC Barcelona

Hægra horn: David Balaguer – HBC Nantes

Varnarmaður: Luka Karabatic (FRA) – Paris SG

Besti ungi leikmaðurinn: Romain Lagarde – HBC Nantes

Þjálfari: Patrice Canayer – Montpellier

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert