Tvö þýsk og þrjú frönsk

Guðjón Valur Sigurðsson verður áfram í Meistaradeildinni með Rhein-Neckar Löwen.
Guðjón Valur Sigurðsson verður áfram í Meistaradeildinni með Rhein-Neckar Löwen. mbl.is/Árni Sæberg

Þjóðverjar verða aðeins með tvö lið í Meistaradeild karla í handknattleik á næstu leiktíð, þ.e. meistaralið Flensburg og Rhein-Neckar Löwen.

Ósk Füchse Berlín um að fá sérstakan keppnisrétt, „wild card“, var hafnað af Handknattleikssambandi Evrópu, EHF. Óskum SKA Minsk og Gorenje um sæti í deildinni var einnig hafnað.

Þrjú frönsk lið verða með í keppninni, Evrópumeistarar Montpellier og Nantes auk Frakklandsmeistara PSG.

Danmerkurmeistarar Skjern, sem Björgvin Páll Gústavsson og Tandri Már Konráðsson leika með á næstu leiktíð, verða annað hvort í A eða B-riðli eftir að hafa verið í C-riðli á síðustu leiktíð. Sænska meistaraliðið Kristianstad heldur einnig sæti sínu í A eða B-riðli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert