Ásgeir Örn kominn heim

Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Aron …
Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Aron Kristjánsson, nýráðinn framkvæmdastjóri íþrótta- og markaðsmála Hauka. mbl.is/iben

Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Ásgeir Örn Hallgrímsson, hefur gengið til liðs við sitt gamla félag Hauka eftir 13 ár í atvinnumennsku í Danmörku, Þýskalandi og í Frakklandi. Hann lék síðast með Nimes í Frakklandi.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem Handknattleiksdeild Hauka héldu á Ásvöllum.

Ásgeir Örn, sem 34 ára gamall, lék upp alla yngri flokka með Haukum og upp í meistaraflokk. Hann gekk til liðs við Lemgo sumarið 2005 og hefur síðan leikið með félagsliðum í Danmörku, Þýskalandi og í Frakklandi. Ásgeir Örn lék 17 ára gamall sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Hauka.

Ásgeir Örn á að baki um 255 landsleiki sem hann hefur skorað í 415 mörk.

Aron Kristjánsson, nýráðinn framkvæmdastjóri íþrótta- og markaðsmála Hauka, sagði á fundinum að nú stefni í að þjálfari meistaraflokksliðs Hauka, Gunnar Magnússon, geti teflt fram allt að 13 uppöldum leikmönnum í liði sínu á næstu leiktíð. Aron sagði jafnframt gleðiefni að Haukar hafi endurheimt Ásgeir í sínar raðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert