Lettneskur landsliðsmaður í Aftureldingu

Afturelding er byrjað að safna liði fyri veturinn.
Afturelding er byrjað að safna liði fyri veturinn. mbl.is/Árni Sæberg

Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur samið við lettneska landsliðsmanninn Emils Kurzimniesk til þriggja ára.

Þetta staðfesti Einar Andri Einarsson, þjálfari liðsins, í samtali við Vísi í morgun. Kurzimniesk kemur til Íslands frá lettnesku meisturunum í Tenax en hann leikur í stöðu vinstri skyttu. Hann var fjórði markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili.

Hann er tvítugur að aldri og 192 sentímetrar á hæð og þriðji leikmaðurinn til að semja við Aftureldingu í sumar ásamt þeim Arnóri Frey Stefánssyni og Júlíusi Þóri Stefánssyni sem komu frá Gróttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert