„Standa sig fáránlega vel“

Íslenska liðið fyrir leik í síðustu viku.
Íslenska liðið fyrir leik í síðustu viku. Ljósmynd/HSÍ

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri tryggði sér sæti í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í Slóveníu í gær. Ísland gerði 25:25-jafntefli við Þýskaland þar sem Birgir Már Birgisson jafnaði á lokasekúndunum og þurfti því að treysta á sænskan sigur á móti Rúmeníu. Svíþjóð vann öruggan 40:31-sigur og hjálpaði Íslandi að komast áfram með Þjóðverjum. Ísland og Þýskaland mæta Slóveníu og Serbíu í milliriðli næstu tvo daga.

Bjarni Fritzson landsliðsþjálfari segir það mikið afrek að fara í milliriðla, enda vantar lykilmenn á borð við Gísla Þorgeir Kristjánsson, Teit Örn Einarsson, Kristófer Dag Sigurðsson og Viktor Gísla Hallgrímsson.

„Það vantar töluvert mikið af lykilmönnum og strákarnir standa sig fáránlega vel, þetta er ótrúlegt. Svíþjóð og Þýskaland eru með tvö af átta bestu liðum heims í þessum aldursflokki, Þjóðverjar eru á topp þremur. Þjóðverjar unnu okkur með 15 mörkum fyrir tveimur árum, þá vorum við með fullmannað lið,“ sagði Bjarni við Morgunblaðið.

Sjá viðtalið við Bjarna í heild í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert