Sannfærandi hjá lærisveinum Arons

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. mbl.is/Árni Sæberg

Aron Kristjánsson stýrði landsliði Bareins til öruggs 37:21-sigurs á Taívan í handbolta á Asíuleikunum sem fram fara í Indónesíu. Barein var með forystu allan tímann og var staðan í hálfleik 18:10. 

Barein vann alla þrjá leiki sína í D-riðli og hafnaði í toppsæti riðilsins með sex stig. Í D-riðli náði Dagur Sigurðsson í gott jafntefli með japanska landsliðinu á móti Suður-Kóreu. 

Lokatölur urðu 26:26, en staðan í hálfleik var 13:13. Japan var með 26:24-forystu þegar skammt var eftir en Suður-Kórea skoraði tvö síðustu mörkin. Japan vann því einn leik og gerði eitt jafntefli í tveimur leikjum sínum í B-riðli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert