Verð að játa að ég hreifst mjög af liðinu á EM

Guðmundur Guðmundsson - ÓL 2016
Guðmundur Guðmundsson - ÓL 2016 AFP

„Yfir þeim var ró þannig að heildaryfirbragðið á leiknum var afar gott. Ég verð að játa að ég hreifst af leik U18 ára landsliðsins á EM í Króatíu,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða hans við framúrskarandi árangri U18 ára landsliðs karla á Evrópumeistaramótinu sem lauk í Króatíu síðdegsis á sunnudag. Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti og kemur heim með silfurverðlaun.

Gróskan virðist mikil í handknattleik hér á landi, sem endurspeglast m.a. í afar góðum árangri þriggja ungmennalandsliða á stórmótum sumarsins því ekki má gleyma árangri U20 ára landsliðs kvenna á HM í Ungverjalandi í byrjun júlí. Guðmundur segir efniviðinn mikinn en undirstrikar að menn gefi sér tíma til þess að þroskast og styrkjast sem handknattleiksmenn.

„Eins og áður hefur verið bent á eru fjölmörg efni að koma fram í sviðsljósið í handboltanum. Það sést ekki aðeins á U18 ára liðinu heldur einnig í U20 ára landsliðinu sem hafnaði í sjöunda sæti á EM fyrr í sumar. Í 18 ára landsliðinu eru tveir leikmenn sem þegar hafa fengið eldskírn með A-landsliðinu undir minni stjórn, Haukur Þrastarson og Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður,“ sagði Guðmundur en undirstrikar um leið að þótt efniviðurinn sé góður megi menn ekki fara fram úr sér. Mikil vinna til viðbótar sé fram undan til þess að stíga skrefið inn á stóra sviðið.

Viðtalið við Guðmund Þórð Guðmundsson má lesa í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert