Fjölnir og HK byrja á sigrum

Arnar Freyr Guðmundsson skoraði 11 mörk í kvöld.
Arnar Freyr Guðmundsson skoraði 11 mörk í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Einar Örn Sindrason og Eyþór Ólafsson skoruðu átta mörk hvor þegar FH U vann 31:28-sigur gegn ÍBV U í 1. deild karla í handknattleik, Grill 66 deildinni, í Vestmanneyjum í kvöld. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 15:15 en Daniel Griffin var atkvæðamestur í liði ÍBV u með 7 mörk. 

Þá skoraði Arnór Snær Óskarsson 10 mörk þegar Valur U vann 33:26-sigur gegn ÍR U á Hlíðarenda í deildinni í kvöld. Arnar Freyr Guðmundsson var atkvæðamestur í liði Vals með 11 mörk.

HK vann 31:25-sigur gegn Stjörnunni U í TM-Höllinni í Garðabæ þar sem Bjarki Finnbogason og Kristján Hjálmson skoruðu átta mörk hvor fyrir HK. Hrannar Eyjólfsson var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með átta mörk.

Brynjar Loftsson fór mikinn þegar Fjölnir vann 26:18-sigur gegn Haukum U í Grafarbogi en hann skoraði sjö mörk. Orri Freyr Þorkelsson var atkvæðamestur í liði Hauka U með 6 mörk.

Fjölnir, Valur U, HK og FH U eru öll með 2 stig eftir fyrstu umferðina, Víkingur Reykjavík og Þróttur Reykjavík eru með 1 stig og ÍBV U, Stjarnan U, ÍR U og Haukar U eru án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert