Magnaður sigur nýliða HK í Eyjum

Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir var hetja HK.
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir var hetja HK. mbl.is/Hari

Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sterkt lið ÍBV úti í Vestmannaeyjum í Olís-deild kvenna í handknattleik dag með einu marki 22:21. Það var Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir sem gerði sigurmarkið einni sekúndu fyrir leikslok.

Það kom flestum á óvart en HK byrjaði mun betur í leiknum og leiddi leikinn framan af, gott áhlaup ÍBV kom liðinu yfir og virtist sterkt lið ÍBV þá ætla að keyra yfir gestina. Allt kom fyrir ekki og náðu gestirnir góðu áhlaupi undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með tveimur mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja. 

Gestirnir hófu seinni hálfleikinn vel og voru fimm mörkum yfir í þó nokkurn tíma. Þá kom aftur áhlaup frá ÍBV og minnkuðu þær muninn í eitt mark 16:17. Jafnt var á flestum tölum undir lok leiksins áður en Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir kom sínu liði yfir 21:22 á síðustu sekúndu leiksins. 

Guðný Jenný Ásmundsdóttir var ótrúleg í marki ÍBV og varði 21 skot en Melkorka Mist Gunnarsdóttir varði 14 skot í marki gestanna. Arna Sif Pálsdóttir var lang öflugust sóknarlega hjá ÍBV en hún skoraði átta mörk, hjá gestunum var Díana Kristín Sigmarsdóttir með sex mörk og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir með fimm.

ÍBV 21:22 HK opna loka
60. mín. Marta Wawrzynkowska (ÍBV) varði skot Greip þennan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert