Kristján Orri skaut Eyjamenn í kaf

Kristján Orri Jóhannsson fór á kostum fyrir ÍR í dag.
Kristján Orri Jóhannsson fór á kostum fyrir ÍR í dag. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

ÍR vann sinn fyrsta leik í Olís-deild karla í handknattleik þetta tímabilið þegar ÍBV kom í heimsókn í 3. umferð í kvöld. ÍR vann þriggja marka sigur 31:27.

Kristjáni Orra Jóhannssyni héldu engin bönd í liði ÍR og skoraði hann 13 mörk, en ÍR-ingar voru þremur mörkum yfir í hálfleik 18:15. Eyjamenn náðu ekki að brúa bilið eftir hlé en þeirra markahæstur var Theodór Sigurbjörnsson með sex mörk.

ÍR er nú komið með tvö stig í deildinni eftir þrjá leiki en ÍBV er með þrjú stig eftir einn sigur og eitt jafntefli fram að leiknum í dag.

Mörk ÍR: Kristján Orri Jóhannsson 13, Þrándur Gíslason Roth 5, Sveinn Andri Sveinsson 3, Bergvin Þór Gíslason 3, Sturla Ásgeirsson 3, Pétur Árni Hauksson 2, Björgvin Þór Hólmgeirsson 2.

Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 6, Sigurbergur Sveinsson 5, Elliði Snær Viðarsson 5, Kári Kristján Kristjánsson 4, Róbert Sigurðarson 3, Kristján Örn Kristjánsson 2, Dagur Arnarsson 1, Daníel Örn Griffin 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert