Meistararnir of sterkir fyrir Valsara

Díana Dögg Magnúsdóttir undirbýr skot að marki Fram í kvöld. …
Díana Dögg Magnúsdóttir undirbýr skot að marki Fram í kvöld. Ragnheiður Júlíusdóttir er til varnar. mbl.is/Hari

Liðin sem mættust í úrslitaeinvígi síðustu leiktíðar, Fram og Valur, mættust í hörkuleik í Framhúsinu í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld. Að lokum voru það Íslandsmeistarar Framara sem báru sigur úr býtum, 25:23.

Þessi lið mættust auðvitað í úrslitaeinvíginu í fyrra og var því að búast við hörkuleik í Safamýrinni í kvöld. Bæði lið voru nokkuð lengi í gang en meistararnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 12:9. Í liði Fram voru þær Þórey Rósa Stefánsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir allar með fimm mörk, en Valsarar voru að elta nær allan leikinn. Í liði gestanna var Lovísa Thomson markahæst með fimm mörk.

Meistararnir reyndust að lokum of stór biti en klaufagangur í sóknarleik gestanna reyndist dýrkeyptur er Framarar skoruðu í gríð og erg úr hraðaupphlaupum. Gestunum tókst að blása smá spennu í leikinn undir lokin en áhlaupið kom of seint. Meistararnir eru því áfram með fullt hús stiga eftir tvær umferðir en Valur hefur nú tapað í fyrsta sinn í haust.

Fram 25:23 Valur opna loka
60. mín. Fram tekur leikhlé
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert