„Viljum vera góðar í allan vetur“

Steinunn Björnsdóttir.
Steinunn Björnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta var gríðarlega erfiður en frábær liðssigur hjá okkur,“ sagði sátt Steinunn Björnsdóttir eftir að Fram vann 25:23-sigur á Val í 2. umferð Olísdeildarinnar í handknattleik.

Framarar voru yfir meira og minna allan leikinn og var Steinunn fyrst og fremst ánægð með varnarleikinn sem og Erlu Rós Sigmarsdóttur sem er nú á milli stanganna hjá liðinu.

„Við vorum ótrúlega góðar varnarlega, það kom alltaf næsta í hjálp og manni leið vel. Þetta var bara drullu flottur leikur hjá okkur og Erla var gríðarlega góð. Við vorum með mikið sjálfstraust varnarlega og það fluttist yfir í sóknarleikinn.“

„Við vissum alveg að við værum aldrei að fara vinna þær eitthvað stórt. Þær komu alltaf með áhlaup en við stóðumst það, þær náðu aldrei að jafna leikin í síðari hálfleik.“

„Við viljum vera góðar í allan vetur. Titilinn sem við eigum eftir að vinna hérna saman er deildarmeistaratitilinn. Við lofuðum ekkert sérstaklega góðu á undirbúningstímabilinu en við erum staðráðnar í að halda út allt tímabilið, þetta byrjar vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert