Naumur sigur FH á Gróttu

Jóhann Kaldal Jóhannsson kom til FH frá Gróttu í sumar. …
Jóhann Kaldal Jóhannsson kom til FH frá Gróttu í sumar. Hann er hér kominn einn gegn Hreiðari Levy Guðmundssyni, fyrrverandi samherja sínum, í leiknum í Kaplakrika í kvöld. mbl.is/Hari

FH þurfti svo sannarlega að hafa fyrir 28:27-sigri sínum á Gróttu í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og hefði sigurinn einnig getað dottið hinum megin.

Leikurinn var jafn nánast á öllum tölum í fyrri hálfleik, en Grótta stærstan hluta skrefinu á undan. Sjaldan munaði þó meira en einu marki á liðinu og var það viðeigandi að munurinn var eitt mark í hálfleik. FH hafði þá tekið forystuna, 14:13. Hreiðar Levý Guðmundsson var öflugur í marki Gróttu og Jóhann Reynir Gunnlaugsson var heitur í sókninni.

Línuspil FH-inga gekk vel upp í hálfleiknum og nýtti Ágúst Birgisson færin sín vel. Ásbjörn Friðriksson var svo sterkur með góðum skotum af gólfinu. FH byrjaði ögn betur í seinni hálfleik og með betri markvörslu komust FH-ingar í 19:17. Gróttumenn gáfust ekki upp og Jóhann Reynir jafnaði leikinn í 21:21 þegar tólf mínútur voru eftir.

FH-ingar voru hins vegar örlítið sterkari á lokakaflanum og nægði þokkaleg spilamennska þeirra til sigurs. Hreiðar Levý Guðmundsson átti stórleik í marki Gróttu og varði 23 skot. Birkir Fannar Bragason varði 14 skot í marki FH og var góður í síðari hálfleik. Jóhann Reynir Gunnlaugsson var markahæstur á vellinum með tíu mörk og Ásbjörn Friðriksson gerði átta fyrir FH. 

FH 28:27 Grótta opna loka
60. mín. Jóhann Reynir Gunnlaugsson (Grótta) fékk 2 mínútur Braut á Jóhanni Birgi og er allt annað en sáttur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert