Aron Rafn gerði útslagið

Aron Rafn Eðvarðsson í leik með Hamburg.
Aron Rafn Eðvarðsson í leik með Hamburg. Ljósmynd/hamburg-handball.de

Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, átti stóran þátt í sigri Hamburg á Dessauer, 25:17, í þýsku 2. deildinni í gær.

Vefmiðillinn handball-world.com sagði raunar í fyrirsögn sinni að Aron hefði ráðið úrslitum.

Eftir að gestirnir í Dessauer höfðu verið 10:8 yfir í hálfleik var Aron í miklum ham í seinni hálfleik og tryggði sínu liði dýrmæt hraðaupphlaup.

Þetta var annar sigur Arons og félaga í röð og Hamburg í 12. sæti deildarinnar með 5 stig eftir fimm leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert