Kári starfar með Ágústi í Færeyjum

Kári Garðarsson.
Kári Garðarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári Garðarsson, þjálfari karlaliðs Fjölnis í handknattleik, mun starfa með Ágústi Þór Jóhannssyni, nýráðnum landsliðsþjálfara Færeyinga í handknattleik kvenna.

Kári, sem er fyrrverandi markvörður, verður markvarðaþjálfari landsliðsins. Ágúst staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær en Ágúst er nú með sínar fyrstu formlegu æfingar með færeyska landsliðið. Auk æfinga næstu daga í Þórshöfn fundar Ágúst með leikmönnum og leggur á ráðin um næstu verkefni.

Fyrstu leikir færeyska landsliðsins undir stjórn Ágústs verða í nóvember en þá stendur til að færeyska liðið komi til Íslands til tveggja leikja við B-landslið Íslands.

Eftir leikina hér á landi tekur færeyska landsliðið þátt í undankeppni HM sem fram fer í riðlum frá 30. nóvember til 2. desember. Liðið leikur í riðli með Sviss, Litháen og Finnlandi og fara allir leikir riðilsins fram í Sviss. Leikirnir við B-lið Íslands verða kærkominn undirbúningur fyrir HM-leikina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert