Haukar fóru illa með Eyjakonur

Ester Óskarsdóttir var markahæst hjá ÍBV en Hekla Rún Ámundadóttir, …
Ester Óskarsdóttir var markahæst hjá ÍBV en Hekla Rún Ámundadóttir, sem er hér til varnar, var markahæst hjá Haukum. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar unnu öruggan níu marka sigur, 29:20, þegar Eyjakonur komu í heimsókn í fyrsta leik 5. umferðar Olís-deildar kvenna í handknattleik í kvöld.

ÍBV skoraði aðeins sex mörk í fyrri hálfleik gegn 16 frá Haukum og var róðurinn því heldur betur þungur eftir hlé fyrir Eyjakonur. Þær náðu að klóra eitt mark af forskoti Hauka eftir hlé en sigur Hafnfirðinga var aldrei í hættu.

Hekla Rún Ámundadóttir var markahæst hjá Haukum með sex mörk en hjá ÍBV skoruðu Arna Sif Pálsdóttir og Ester Óskarsdóttir fimm. Þetta var annar sigur Hauka í deildinni og er liðið nú með fjögur stig í fjórða sæti. ÍBV er með stigi meira í þriðja sæti.

Mörk Hauka: Hekla Rún Ámundadóttir 6, Maria Da Silva 4, Berta Rut Harðardóttir 4, Ramune Pekarskyte 4, Turid Samuelsen 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Karen Helga Díönudóttir 2, Rakel Sigurðardóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Vilborg Pétursdóttir 1.

Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 5, Arna Sif Pálsdóttir 5, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 3, Greta Kavaliuskaite 3, Sunna Jónsdóttir 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 1, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert