Spennandi Íslendingaslagur í Danmörku

Arnar Birkir Hálfdánsson var í sigurliði SønderjyskE í Íslendingaslag.
Arnar Birkir Hálfdánsson var í sigurliði SønderjyskE í Íslendingaslag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það var spennandi Íslendingaslagur á dagskrá í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld þegar Ribe-Esbjerg tapaði heima fyrir SønderjyskE, 23:21.

Ribe Esbjerg var marki yfir í hálfleik, 11:10, en SønderjyskE sneri blaðinu við eftir hlé og náði að tryggja sér tveggja marka sigur. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark fyrir SønderjyskE en fyrir Ribe-Esbjerg var Rúnar Kárason næst markahæstur með fimm mörk og Gunnar Steinn Jónsson skoraði tvö.

SønderjyskE er eftir sigurinn með 12 stig eins og Aalborg í 3.-4. sæti deildarinnar en Ribe-Esbjerg er í 12. og þriðja neðsta sæti með fjögur stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert