Löwen hafði betur í framlengingu

Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson eru komnir áfram í …
Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson eru komnir áfram í átta liða úrslitin í bikarnum. Ljósmynd/Rhein-Neckar Löwen

Rhein-Neckar Löwen þurfti svo sannarlega að hafa fyrir því að komast í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik þegar liðið sótti Bergsicher heim í Íslendingaslag í kvöld.

Leikurinn var æsispennandi. Arnór Þór Gunnarsson kom Bergischer yfir í 24:23 með marki úr vítakasti þegar tvær og hálf mínúta var eftir en Alexander Petersson jafnaði metin og tryggði Löwen framlengingu þegar tæp ein og hálf mínúta var til leiksloka.

Í framlengingunni reyndist Löwen sterkari og innbyrti sigur 32:29 en Löwen er ríkjandi bikarmeistari. Arnór Þór skoraði 6 mörk fyrir Bergischer. Alexander skoraði 3 af mörkum Löwen en Guðjón Valur Sigurðsson kom ekkert við sögu í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert