Jafnt eft­ir ótrú­leg­ar loka­sek­únd­ur

Fannar Þór Friðgeirsson reynir að brjóta sér leið fram hjá …
Fannar Þór Friðgeirsson reynir að brjóta sér leið fram hjá vörn Aftureldingar að Varmá í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afturelding og ÍBV gerðu í kvöld 28:28-jafntefli í Olísdeild karla í handbolta. ÍBV jafnaði metin á síðustu sekúndunni eftir ótrúlegan lokakafla. 

Afturelding náði snemma forskoti og var það fyrst og fremst Arnóri Frey Stefánssyni í markinu að þakka. Hann varði eins og óður maður framan af og náði Afturelding mest sex marka forystu í hálfleiknum, 9:3.

Kári Kristján Kristjánsson byrjaði á bekknum hjá ÍBV en með innkonu hans batnaði leikur gestanna til muna. Hvað eftir annað vann hann vítaköst sem hann skoraði sjálfur úr. Hann var markahæsti leikmaður fyrri hálfleiks með sex mörk, en staðan í leikhléi var engu að síður 15:11, Aftureldingu í vil. Arnór Freyr Stefánsson varði 15 skot í marki heimamanna.

Eyjamenn byrjuðu vel í síðari hálfleik og minnkuðu muninn fljótlega í eitt mark, 16:15. Heimamenn skoruðu þá næstu tvö mörk og komust í 18:15. Eftir það var leikurinn jafn en heimamenn skrefinu á undan.  

Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var Afturelding enn með yfirhöndina í stöðunni 23:20. Eyjamenn voru hins vegar aldrei langt undan og tókst þeim að jafna leikinn í 25:25, rúmum fimm mínútum fyrir leikslok og í kjölfarið komust þeir yfir, 26:25. 

Afturelding lét ekki deigan síga, heldur komst aftur yfir, 28:27. ÍBV átti hins vegar lokaorðið er Kristján Örn Kristjánsson skoraði jöfnunarmark á síðustu sekúndunni með ótrúlegu skoti. 

Afturelding 28:28 ÍBV opna loka
60. mín. Árekstur á milli Arnórs Freys og Hákons Daða. Þeir börðust um sama bolta og Arnór var aðeins á undan. Leikurinn er sötðvaður á meðan gert að að meiðslum Hákons.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert