Selfyssingar sterkari í seinni hálfleik

Selfoss fær Val í heimsókn í kvöld.
Selfoss fær Val í heimsókn í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selfoss vann afar góðan 28:24-sigur á Valsmönnum í toppslag Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Staðan í leikhléi var 10:10 og var jafnræði með liðunum framan af í síðari hálfleik.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en spennustigið nokkuð hátt og mikið um mistök hjá báðum liðum. Selfoss hafði frumkvæðið og hélt lengi tveggja marka forystu en Valur skoraði síðustu tvö mörkin í fyrri hálfleik og staðan var 10:10 í leikhléi.

Markverðir liðanna voru í stuði í fyrri hálfleik en Pawel Kiepulski varði 13 skot í marki Selfoss og Daníel Freyr Andrésson 10 fyrir Val. Markaskorunin dreifðist hins vegar á marga menn en Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson og Vignir Stefánsson voru allir með 3 mörk þegar leikurinn var hálfnaður.

Baráttan hélt áfram í seinni hálfleik þangað til slökknaði á vallarklukkunni þegar tuttugu mínútur voru eftir. Um leið slökknaði á Valsmönnum og eftirleikurinn var auðveldur fyrir frábæra Selfyssinga. Selfoss gerði 6:1 áhlaup og breytti stöðunni úr 17:17 í 23:18 á skömmum tíma. Eftir það var ekki spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda.

Elvar Örn og Haukur skoruðu 6 mörk fyrir Selfoss og Hergeir Grímsson 5. Pawel varði 17 skot í leiknum. Anton Rúnarsson skoraði 6/2 mörk fyrir Val og Vignir 5. Daníel Freyr náði sér ekki á strik í markinu í seinni hálfleik og varði 11 skot í heildina.

Selfoss 28:24 Valur opna loka
60. mín. Einar Baldvin Baldvinsson (Valur) varði skot Lélegt skot frá Elvari.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert