Skjern hafði betur í Íslendingaslag

Björgvin Páll Gústavsson varði fimm skot í marki Skjern í …
Björgvin Páll Gústavsson varði fimm skot í marki Skjern í dag. mbl.is/Eggert

Björgvin Páll Gústafsson átti fínan leik í marki Skjern þegar liðið vann 30:25-útisigur gegn Arnari Birki Hálfdánarsyni og liðsfélögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Staðan í hálfleik var jöfn 15:15, en gestirnir í Skjern sigu fram úr í upphafi seinni hálfleiks og héldu forystunni allt til enda.

Arnar Birkir Hálfdánarson skoraði 3 mörk fyrir SønderjyskE í leiknum, úr þremur skotum, en Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað hjá Skjern. SønderjyskE er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig eftir fyrstu níu umferðirnar en Skjern er í áttunda sætinu með 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert