Firnasterkt lið á Ásvöllum

Teitur Örn Einarsson er í hópnum sem mætir Frökkum.
Teitur Örn Einarsson er í hópnum sem mætir Frökkum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frakkar mæta til Íslands með leikmenn úr bestu liðum Frakklands en karlalið Íslands og Frakklands í handknattleik, skipuð leikmönnum 21 árs og yngri, eigast við í vináttulandsleikjum föstudag og laugardag. 

Frakkar hlutu silfurverðlaun á EM í þessum aldursflokki sem fram fór í Slóveníu í sumar en heimamenn höfðu betur í úrslitaleiknum. 

Í hópnum sem mætir Íslandi eru fimm leikmenn úr stórliði PSG og tveir frá Montpellier sem sigraði í Meistaradeildinni í sumar. Einnig eru leikmenn frá kunnum liðum eins Chambéry og Créteil svo einhver séu nefnd. 

Leikirnir fara fram í Schenker-höllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikurinn á föstudag hefst klukkan 20 en leikurinn á laugardag er klukkan 16. 

Einar Andri Einarsson var nýlega ráðinn þjálfari U-21árs landsliðsins og eru þetta fyrstu leikirnir undir hans stjórn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert