Stórleikur Ágústs í sigri í Íslendingaslag

Ágúst Elí Björgvinsson var sterkur í dag.
Ágúst Elí Björgvinsson var sterkur í dag.

Markmaðurinn Ágúst Elí Björgvinsson átti afar góðan leik fyrir Sävehof sem hafði betur gegn Kristianstad í Íslendingaslag í efstu deild Svíþjóðar í handbolta í dag, 28:24. Ágúst varði 13 skot og var með rúmlega 54 prósent markvörslu. 

Teitur Örn Einarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Kristianstad og Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark. 

Þrátt fyrir tapið er Kristianstad enn í toppsætinu með 18 stig, tveimur meira en Malmö sem er í öðru sæti. Sävehof er í sjötta sæti með 14 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert