Alexander framlengdi við Löwen

Alexander Petersson.
Alexander Petersson. mbl.is/Golli

Alexander Petersson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og Íþróttamaður ársins 2010, er hvergi nærri hættur og hefur framlengt samning sinn við þýska liðið Rhein Neckar Löwen til 2021. 

Alexander er fæddur árið 1980 og verður því 41 árs þegar samningstímanum lýkur. Alexander hefur verið í herbúðum Löwen síðan 2012. 

Guðjón Valur Sigurðsson leikur einnig með Löwen sem er eitt allra sterkasta lið Þýskalands og gengur vel um þessar mundir bæði í þýsku deildinni og í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið vann Evrópumeistarana í Montpellier á dögunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert