Var orðið tímabært að hleypa heimdraganum

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH.
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH. mbl.is/Sigfús

„Mér líkar afar vel hér ytra,“ sagði handknattleiksmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans til Svíþjóðar í gær.

Ágúst Elí yfirgaf uppeldisfélag sitt FH í sumar sem leið og gekk til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Sävehof í Partille, nærri Gautaborg. Skrifaði hann undir tveggja ára samning og hefur fallið vel inn í hópinn hjá liðinu og segist ekki sjá fram á annað en að uppfylla sinn samning við liðið.

„Þetta er gott fyrsta skref að mínu mati, skref til að ná lengra í handboltanum,“ sagði Ágúst Elí sem hefur fallið vel inn í sænska handknattleikinn en deildarkeppnin er afar jöfn og spennandi sem stendur.

„Keppnin í deildinni er mun jafnari en ég átti vona á þegar ákvað að semja við Sävehof. Það má segja að deildin sé svo jöfn að nánast allir geti unnið alla. Við erum til að mynda í áttunda sæti en erum aðeins sex stigum frá efsta liðinu,“ sagði Ágúst Elí. 

Viðtalið við Ágúst í heild sinni er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert