Fimm Íslendingar tilnefndir í Þýskalandi

Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson eru á meðal þeirra …
Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson eru á meðal þeirra sem koma til greina í úrvalsliðið fyrir stjörnuleikinn.

Fimm Íslendingar eru tilnefndir fyrir kosninguna í úrvalslið þýsku 1. deildarinnar í handknattleik en það mætir landsliði Þýskalands í stjörnuleik tímabilsins í Stuttgart 1. febrúar.

Sex leikmenn eru tilnefndir í hverja stöðu og af þeim sex sem eru tilnefndir í stöðu vinstri hornamanns eru tveir íslenskir, Guðjón Valur Sigurðsson hjá Rhein-Neckar Löwen og Bjarki Már Elísson hjá Füchse Berlín.

Alexander Petersson hjá Rhein-Neckar Löwen er tilnefndur í stöðu hægri skyttu og Arnór Þór Gunnarsson hjá Bergischer í stöðu hægri hornamanns.

Loks er Alfreð Gíslason hjá Kiel einn þeirra sex þjálfara sem koma til greina í kjörinu á þjálfara úrvalsliðsins.

Opnað hefur verið fyrir kosninguna á vef þýska handknattleikssambandsins en hún stendur til næstu mánaðamóta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert