Tólf íslensk mörk í Vínarborg

Viggó Kristjánsson var atkvæðamestur Íslendinganna í kvöld.
Viggó Kristjánsson var atkvæðamestur Íslendinganna í kvöld. Ljósmynd/Handball-westwien.at

Íslendingar sáu um fjórðung markanna í viðureign West Wien og Schwaz þegar liðin áttust við í austurrísku A-deildinni í handknattleik í Vínarborg í kvöld.

West Wien var yfir rétt fyrir leikslok, 24:22, en Schwaz knúði fram jafntefli með því að skora tvö síðustu mörkin.

Viggó Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir West Wien, sem Hannes Jón Jónsson þjálfar, Ólafur Bjarki Ragnarsson gerði 3 mörk og Guðmundur Hólmar Helgason 3. Fyrir Schwaz skoraði Ísak Rafnsson 2 mörk.

Liðin eru um miðja deildina en West Wien er með 12 stig í fimmta sæti af tíu liðum og Schwaz er í sjötta sæti með 11 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert