Ekki fyrir hjartveika

Anton Rúnarsson sækir að vörn FH í leiknum í gærkvöld.
Anton Rúnarsson sækir að vörn FH í leiknum í gærkvöld. Eggert Jóhannesson

Valur og FH skildu jöfn, 28:28, í einum besta leik tímabilsins til þessa í Olísdeild karla í handbolta á Hlíðarenda í gærkvöldi.

Leikurinn bauð upp á allt sem einkennir góðan handboltaleik; gott spil, æsispennu og hádramatík. Til að fullkomna æsinginn varð mikil rekistefna eftir að lokaflautið gall og fékk Anton Rúnarsson tækifæri til að tryggja Valsmönnum sigur með vítakasti. Hann skaut hins vegar framhjá og skipta liðin með sér stigunum.

Dómarar deildarinnar geta nú nýtt sér aðstoð myndbanda til að taka stórar ákvarðanir í völdum leikjum. Þeir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson tóku sér góðan tíma til að dæma vítið í blálokin, enda um risastóra ákvörðun að ræða. Þeir gáfu Ásbirni Friðrikssyni að lokum rautt spjald, enda brot hans á Róberti Aroni Hostert forljótt. Myndbandsdómgæsla hlýtur að vera af hinu góða ef hún á þátt í að svo stór ákvörðun verði rétt.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert