Fallslagur í Eyjum í kvöld

Sigurbergur Sveinsson og félagar hans í ÍBV hafa farið illa …
Sigurbergur Sveinsson og félagar hans í ÍBV hafa farið illa af stað í Olís-deildinni. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistarar ÍBV taka á móti KA í Vestmannaeyjum í kvöld í leik sem varð að fresta í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Fyrir leik er hvort lið með sex stig, stigi frá fallsæti.

Eyjamenn, sem unnu alla titlana sem voru í boði á síðustu leiktíð, hafa ekki fundið taktinn á þessu tímabili en meistararnir hafa tapað fjórum af átta leikjum sínum í deildinni. Nýliðar KA eru á sama róli og Eyjamenn en þeir hafa unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og tapað fjórum leikjum.

Níundu umferðinni lýkur svo annað kvöld þegar Selfoss tekur á móti Fram. Með sigri komast Selfyssingar upp að hlið toppliðs Hauka en Framarar komast úr fallsætinu takist þeim að landa sigri á Selfossi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert