Hefur góða tilfinningu fyrir tímabilinu

Oddur Gretarsson.
Oddur Gretarsson. Ljósmynd/Balingen

„Okkur hefur gengið vel á þessu tímabili og erum í toppbaráttu. Hinsvegar þarf allt að ganga upp til þess að við förum upp því deildin er jöfn og liðin geta unnið hvert annað. Munurinn á þeim flestum er ekki mikill,“ sagði handknattleiksmaðurinn Oddur Gretarsson sem er á sínu öðru keppnistímabili með Balingen-Weilstetten sem situr um þessar mundir í 3. sæti þýsku 2. deildarinnar.

„Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu keppnistímabili. Tveir næstu leikir skipta miklu máli, gegn tveimur efstu liðunum, Coburg heima og Essen á útivelli,“ sagði Oddur þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær.

Oddur kom til Balingen sumarið 2017. Hann kann vel við sig í bænum sem er lítill og er í suðurhluta Þýskalands. Félagið er öflugt og öll umgjörð þess fyrsta flokks enda var lið félagsins um langt árabil í efstu deild þýska handboltans áður en það féll í 2.deild vorið 2017. Það réð miklu í ákvörðun Odds að taka tilboði Balingen vorið 2017 að Rúnar Sigtryggsson var þjálfari liðsins en þeir þekkjast vel. Einnig voru talsverðar líkur á að Balingen færi fljótlega upp í efstu deild á ný. Ekkert varð úr því og um þetta leyti í fyrra var Rúnari sagt upp eftir slaka byrjun liðsins í deildinni. Miklar breytingar höfðu orðið á leikmannahópnum um sumarið og liðið náði sér ekki á strik. Slök byrjun liðsins fyrstu mánuðina gerði einnig út um vonirnar að fara upp úr deild í bili. Það hafði dregist svo aftur út bestu liðunum.

„Það var svolítið sjokk þegar Rúnar var rekinn en maður komst yfir það þótt ekki væri ég alveg sammála þeirri ákvörðun enda vera Rúnars hjá liðinu ein ástæða þess að ég flutti hingað,“ sagði Oddur sem hafði áður leikið í fjögur ár með Emsdetten, talsvert norðar í Þýskalandi.

Sjá allt viðtalið við Odd í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert