Hlynur Morthens leysir Kára af

Hlynur Morthens.
Hlynur Morthens. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Hlynur Morthens, markvörður Íslandsmeistaraliðs Vals í handknattleik vorið 2017, er orðinn markvarðaþjálfari færeyska kvennalandsliðsins í handknattleik. Hann hefur tekið við af Kára Garðarssyni sem sagði starfi sínu lausu vegna anna í aðalstarfi sínu.

Hlynur starfar við hlið Ágústs Þórs Jóhannssonar sem tók við þjálfun kvennalandsliðs Færeyja í sumar sem leið. Ágúst og Hlynur eru einnig samstarfsmenn hjá kvennaliði Vals þar sem Hlynur sér um þjálfun markvarðanna. Hlynur hætti að leika handbolta eftir sigur Vals á Íslandsmótinu vorið 2017 en hann hafði áður glímt við þrálát meiðsli.

Ágúst Þór og Hlynur hafa í mörg horn að líta þessa dagana. Þeir fóru til Færeyja í morgun og verða með sína fyrstu æfingu með kvennalandsliðinu síðdegis. Færeyska kvennalandsliðið tekur þátt í undankeppni HM í næstu viku. Liðið verður í riðli með landsliðum Sviss, Litháen og Finnlands í keppni sem fram fer í Sviss í lok næstu viku.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert